Við erum súperspennt með nýjustu viðbótina í vörumerkjaflóruna okkar. The Organic Company er danskt hönnunarfyrirtæki sem skapað hefur sér sérstöðu í framleiðslu fallegrar heimilisvöru sem er 100% lífræn framleiðsla. Vörulínan samastendur af ótrúlega notalegum handklæðum og baðlínu sem færir munaðinn við bestu heilsulindir inn á baðherbergið þitt, fallegri eldhúslínu sem á jafnvel heima í flottustu indöstríal eldhúsum sem skandínavískum sveitastíl, barnalínu sem skrúfar upp öll krútthormóna viðbrögð og svo skemmtilegum japönskum klútum og tuðrum fyrir innkaupin, óhreina þvottinn og alla óreiðuna í lífinu. Í sumar er svo von á fleiri nýjungum frá þeim, t.d. notalegum heimasloppum fyrir veraldarvanar dömur, nýjum barnasloppum og töskum. Við hlökkum til að kynna vörur The Organic Company fyrir íslenskum neytendum og til að koma þessum fallegu vörum í sölu í verslunum á Íslandi.
1 Comment
Við vorum að klára að taka upp nýja sendingu frá Lodge og raða tæpu tonni af smíðajárni upp í hillur þar sem það bíður spennt eftir því að komast út í búðir og þaðan heim til áhugasamra kokka - bestu fréttirnar eru samt þær að verðið lækkar um 15%-20% að jafnaði...
Við stofnuðum Lifu árið 2005 og settum fljótlega eftir það í loftið litla vefsíðu með upplýsingum um vörumerkin sem við vorum (og erum) að dreifa.... síðan jókst umfangið og einhvern veginn varð lítill tími eftir til að uppfæra vefsíðuna, svo hætti fyrirtækið sem við vorum með vefsíðuna í hýsingu hjá og aldrei kom þessi lausa stund til að setja upp nýja síðu... en þetta er náttúrulega tómur aumingjaskapur og hér setjum við punktinn við það aðgerðarleysi. Ný síða er að fæðast...
|
Lifa og kóVið ætlum að blogga um nýja strauma og stefnur hjá framleiðendunum okkar... Archives
April 2017
Categories |